Skilaboð móttekin

42 Fjölmiðlar eru stundum aðþrengdir Peninga- og tímaskortur getur gert fjölmiðla viðkvæma Tökum dagblað sem dæmi Á hverjum degi þarf að fylla stórt blað af fréttum, helst þeim fréttum sem teljast merkileg- astar og eru líklegar til að laða að sér athygli og umfjöllun Tíminn er knappur, peningar oft af skornum skammti, hraðinn mikill og áreitið stöðugt Undir þessum kringumstæðum geta fjölmiðlar tapað nauðsynlegu frumkvæði í um- fjöllun sinni um samfélagið Í hverju felst það og hvernig getur það gerst? Yfir alla fjölmiðla hellist daglega fjöldinn allur af fréttatilkynningum frá stjórnvöldum, einstaklingum, einka- fyrirtækjum og félagasamtökum Magnið af upplýsingum veldur því að ef aðili sendir vel orðaða, skýra, krassandi og efnismikla fréttatilkynningu til fjölmiðla eru margfalt meiri líkur á að hún breytist í frétt Af hverju? Vegna þess að þá þarf blaðamaðurinn ekki að vinna alla grunnvinnuna, sem er tímafrek og þar með kostnaðarsöm fyrir fjölmiðilinn Berum þessar tvær leiðir saman Fyrirtæki kynnir nýja vöru og vill fá um hana umfjöllun. Forstjóri fyrirtækisins hringir í blaðamanninn og segir: „Við vorum að setja á markað- inn nýja vöru sem heitir OfurLéttPlús Ertu til í að fjalla um hana?“ • Í þessu tilfelli þarf blaðamaðurinn að spyrja margra spurninga til að komast að því hvort hann vill yfirhöfuð fjalla um vöruna – hvort í þessu sé einhvern fréttapunkt að finna Svo þarf hann að skrifa fréttina frá grunni • Hér eru meiri líkur en minni á því að blaðamaðurinn segi einfaldlega nei eða verk- efnið lendi aftast í forgangsröðinni Þess vegna fara fyrirtæki gjarnan þessa leið: Kynningarfulltrúi fyrirtækisins hringir í blaðamanninn og segir: „Við vorum að setja á markaðinn nýja vöru sem heitir OfurLéttPlús Má ég ekki senda þér upplýsingar um hana?“ • Í þessu tilfelli sendir kynningarfulltrúinn hnitmiðaðan og spennandi texta sem inniheldur marga mögulega fréttapunkta, ólíka vinkla og tilbúnar málsgreinar sem blaðamaðurinn getur unnið með og birt sem frétt • Hér eru miklu meiri líkur á því að blaðamaðurinn segi já Auðvitað er þetta ýkt dæmi Það er alls ekki þannig að meirihluti frétta í íslenskum fjöl- miðlum verði til með þessu móti Blaðamenn eru upp til hópa vandað fólk sem vinnur vinnuna sína samviskusamlega En þegar við notum fjölmiðla er nauðsynlegt að muna að kynningarfulltrúar gera allt sem þeir geta til að koma sínum skilaboðum skýrt á fram- færi við blaðamennina – það er jú hlutverk kynningarfulltrúa að koma skilaboðunum sem víðast Til sem flestra Til almennings Til þín og mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=