Skilaboð móttekin

2. hluti 39 Íslenskir unglingar þeir lélegustu í heimi! Því miður er því sjaldnast slegið upp í fréttum að unglingum líði vel Það er ekki frétt sem selur blöð eða fær margar flettingar á netinu Öllum finnst jú mikilvægt að unglingum líði vel en einhverra hluta vegna þykir það ekki nógu fréttnæmt Hvaða lögmál liggur þarna að baki? Er fjölmiðl- um einum um að kenna? Alls ekki! Það eru ekki þeir sem smella á krassandi fyrirsagnir og gera yfirborðskenndar fréttir af fræga fólkinu að mest lesnu fréttunum Það erum við sjálf sem smellum og tökum þátt Þannig höfum við sjálf alltaf mikil áhrif á það hvert fjölmiðlar stefna og hvernig þeir vinna Þeir geta vissulega stýrt lestri okkar og áhuga með alls kyns brellum en á endanum erum það við sem veljum Munum þess vegna: Fjölmiðlar birta ekki sannleikann og raunveruleikann – heldur þá útgáfu af sannleikanum sem er nokkurn veginn rétt en á sama tíma líkleg til að selja blaðið og vekja athygli Verkefni Tímarnir eru misáhugaverðir fyrir fjölmiðla og mannfólk – stundum ríkir svokölluð gúrkutíð þar sem engar stórfréttir finnast til að fjalla um Í gúrkutíð fá ótrúlegustu og veigaminnstu hliðar samfélagsins mikla athygli, einfaldlega vegna þess að ekkert annað er í fréttum Skoðið tuttugu fréttafyrirsagnir á netinu til að vinna með: • Veljið fimm bestu fyrirsagnirnar og rökstyðjið af hverju ykkur finnst þær bestar • Hversu margar eru neikvæðar í tóni og hversu margar jákvæðar? • Hvaða fyrirsagnir eru„lélegar“ (vekja lítinn áhuga eða eru óspennandi)? • Hvaða fyrirsagnir eru villandi? Paraverkefni Vinnið tvö og tvö saman Búið til fyrir- sögn hvort fyrir annað Skrifið stutta frétt um efni fyrirsagnarinnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=