Skilaboð móttekin

38 Góðir fréttamenn skrifa auðvitað fréttir sem eru nálægt því að vera hlutlausar – nálægt því að miðla sannleikanum En við komumst aldrei fram hjá því að allar manneskjur eru í eðli sínu sögumenn Allir geta átt slæman dag Allir geta ruglast Allt fjölmiðlafólk er mannlegt Og vegna þess að fréttamenn eru mannlegir eins og aðrar manneskjur er einnig háð þeirra persónulega mati hvað fær athygli í fjölmiðlum og hvað ekki Það er alls ekki alltaf það merkilegasta sem fær athygli; það er háð tíðarandanum, áhugasviði blaðamanna og hæfni þeirra við að velja forvitnilegar fyrirsagnir, svo eitthvað sé nefnt Kunningjasamfélagið getur líka haft mikil áhrif á það hvaða fréttir fá athygli: Það gerist oft að maður sem þekkir mann sem þekkir mann kemst í fréttirnar vegna persónulegra tengsla Við búum, þrátt fyrir allt, í pínulitlu samfélagi þar sem persónuleg tengsl eru óhjákvæmilegur áhrifavaldur Dagbók/umræður Hvaða fyrirsagnir á þessum listum hefðu ekki birst eins í prentaðri út- gáfu blaðanna? Af hverju ekki? Skrifið fimm nýjar fyrirsagnir sem hæfa prentuðu dagblaði. Veljið eina fyrirsögn og skrifið sögu út frá henni. Fréttir þurfa að vera krassandi til að ná athyglinni Það sem er afgerandi, litríkt og skrýtið vekur athygli – jafnvel þótt það sé í sjálfu sér ómerkilegt í samhengi við heiminn allan og mannkynssöguna Ímyndum okkur að fréttastofunum berist viðamikil skýrsla um stöðu unglinga á Íslandi Í henni kemur margt merkilegt fram um líðan unglinga, áhugamál þeirra og viðhorf Blaðamenn leita alltaf að krassandi fréttapunkti í svona skýrslu – þeirri staðreynd sem fær eyrun til að sperrast hjá þeim sem heyrir fréttina eða les hana Þess vegna er ólíklegt að margar forsíðufréttir fjalli um að unglingum líði almennt vel ( jafnvel þótt sú hafi verið meginniðurstaða skýrslunnar): Íslenskir unglingar standa vel að vígi Finnst þér líklegt að þessi fyrirsögn fengi margar flettingar á netmiðlunum? Miklu líklegra – því miður – er að fyrirsagnir fjalli um eitthvað hneykslanlegt, óvænt eða ógnvænlegt, til dæmis um aukna eiturlyfjanotkun, aukningu í reykingum, minnkandi lestraráhuga eða álíka staðreyndir: Verkefni Hafið þið velt því fyrir ykkur hvaða fréttir eru algengastar og hverjar eru óalgeng- astar? Prófið að skoða mest lesnu fréttirnar á nokkrum fréttasíðum Skoðið hvernig krassandi fyrirsagnir eru líklegri til að næla sér í mikla lesningu á meðan hlutlausar og jarðbundnar fyrirsagnir eru það ekki Fréttir Sport Viðskipti Lífið Flugstjóri sturlaðist um borð í farþegaþotu á leið til Las Vegas Ung skíðahetja sofnaði standandi Einhleypa áttburamamman sat nakin fyrir Stjórnarandstaðan sökuð um fordæmislaus klækjabrögð Mjallgæs sést á Íslandi í fyrsta sinn Smáey seld frá Eyjum, áhöfninni sagt upp Hundrað ára gömul ljósapera virkar enn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=