Skilaboð móttekin
2. hluti 37 Ræðið við fullorðna í kringum ykkur, t d foreldra, ömmu og afa og spyrjið hvers vegna við- komandi hlustar helst á tiltekna útvarpsstöð Er fólk hugsunarlaust í vali sínu á útvarpsstöð eða hefur það eitthvað ákveðið í huga þegar það stillir yfir á stöðina (og setur hana jafnvel inn í minni útvarpsins)? Hvað ræður vali fólks? Fjölmiðlafólk er líka fólk Sannleikurinn er ekki til sem skýr og afmörkuð heild Um leið og einhver reynir að miðla sannleikanum hefur sá hinn sami tekið sér stöðu sem túlkandi Sumt fær athygli á meðan annað gleymist og það hefur mikil áhrif á frásögnina Þannig erum við sífellt að heyra út- gáfur af sannleikanum, bæði almennt í lífinu og í gegnum fjölmiðla Sama fréttin er sögð á tíu miðlum og hún hljómar ólík í hverjum og einum þeirra Ástæðan er einföld – hver einasta frétt er flókin saga þar sem er hægt að velja á milli ólíkra smáatriða, rétt eins og í ævintýri Ég get sagt þér söguna af Búkollu á einni mínútu, fimm mínútum eða jafnvel tveimur klukkutímum Samt er ég alltaf að segja sömu söguna – stundum í einfaldaðri útgáfu og stundum með öllum smáatriðum sem mér dettur í hug Það sama gildir í fjölmiðlum Þeir sem skrifa fréttirnar eru venjulegt fólk með tilfinningar, afstöðu og viðhorf Þeir sem velja myndirnar með fréttunum geta sagt ákveðna sögu með því að velja eina mynd en allt aðra sögu með því að velja aðra mynd Þeir sem velja fyrir- sagnir, millifyrirsagnir og myndatexta geta sett sterkt kastljós á vissa þætti fréttarinnar en varpað þykkum skugga yfir aðra Verkefni þitt er að greina hvaða upplýsingar skipta máli – að leita sannleikans innan miðlunarinnar. Verkefni Bekkjarkynning • Hlustaðu á eina útvarpsstöð í 30–60 mín Kennari skiptir útvarpsstöðvum jafnt á milli nemenda Í næsta tíma verður bekknum skipt í hópa eftir stöðvum Hóparnir munu ræða upplifun sína og halda svo sameiginlega bekkjarkynningu á niðurstöðum sínum Er útvarpsstöðin hress eða róleg? Er mikið eða lítið af auglýsingum? Til hvaða aldurshóps höfðar hún helst? Hvaða hópur fólks myndi aldrei hlusta á svona stöð? Af hverju? • Flettu dagblaði og sjáðu hvort auglýsingar eru staðsettar með ólíkum hætti innan blaðsins Eru vissar tegundir af auglýsingum nálægt íþróttasíðum? Lífsstílssíðum? Framarlega í blaðinu? Myndaval með fréttum getur haft mikil áhrif á upplifun lesenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=