Skilaboð móttekin

36 Verkefni • Gerið lista yfir allar útvarpsstöðvarnar sem þið munið eftir Veljið nokkrar þeirra og skilgreinið hvaða markhópa stöðvarnar miða helst á • Skráið niður hvernig stöðvarnar skilgreina sig og miða á ákveðinn markhóp, t d eftir aldri Gera þær það með tónlistarvali og vali á dag- skrárgerðarmönnum? Hvaða aðrar leiðir fara útvarpsstöðvar til að skilgreina sig? Fjölmiðlar velja sér stíl eftir mismunandi markhópum því þeir vita að það er ekki auðvelt að ná til allra á sama tíma og hegða sér þannig að öllum líki Þess vegna skapa fjölmiðlar sér einkenni sem höfða til ákveðins hóps af fólki Stundum eru þessir markhópar bundnir við aldur (t d við unglinga og ungt fólk á aldrinum 15–25 ára) en stundum eru þeir tengdari við áhugamál og lífsstíl Þetta gildir um alla fjölmiðla en eftir ólíkum formerkjum Til dæmis rekur íslenska ríkið tvær útvarpsstöðvar og eina sjónvarpsstöð og þessar stöðvar eiga að höfða til Íslendinga á öllum aldri Þar með geta þær ekki bundið sig við eina ákveðna forskrift eða stemmningu, heldur verða þær að höfða til sem flestra Rás 1 er reyndar róleg og sígild útvarpsstöð, enda sú stöð sem verið hefur til frá upphafi útvarps í landinu; þar er megináherslan lögð á fréttir, menningarumfjöllun, eldri tónlist, klassíska tónlist og djass Á Rás 1 er ekki líklegt að þú heyrir nýjustu eða vinsælustu tónlistina og þar er efnið oftast forunnið Rás 2 kapp- kostar hins vegar að fylgjast grannt með dægurmálum og nýjustu tónlistinni og þar er umræðan léttari og hraðari Rás 2 sendir að mestu leyti beint út Fjölmiðlar velja viðmælendur Dagbók/umræður Þið fáið leyfi til að stofna ykkar eigin útvarpsstöð og reka hana í nokkra mánuði. Hvernig skilgreinið þið stöðina? Hverja ráðið þið í vinnu, hver verður markhópur ykkar? Hvernig verður tónlistarvalið? Hvers konar efni verður útvarpað? Um hvaða málefni verður fjallað? Verður útvarpsstöðin hlutlaus eða mun hún miðla ákveðnum boðskap og hafa bein áhrif? Hvers vegna? Setjið nokkra punkta niður á blað og ræðið að lokum hugmyndir fleiri nemenda í bekknum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=