Skilaboð móttekin

34 Innrás í rými blaðsins Stundum er orðið „kynn- ing“ eða „auglýsing“ svo vel falið að lesandinn þarf að leita vandlega til að finna það – og þá er auðvitað viss hætta á að hann lesi auglýsingatextann eins og frétt og þar með sem staðreynd Í öðrum tilfellum (eins og í maranþon-dæminu hér fyrir neðan) er eins og efni aug- lýsingarinnar troði sér inn í rými blaðsins og fljóti ofan á því Þessi leið er áhrifamikil, því það gefur til kynna að efni auglýsingarinnar eigi sér samastað í rými blaðsins og tryggir henni góða athygli Önnur leið til að koma kynn- ingum og auglýsingum á framfæri er að nota svoköll- uð kynningarblöð þar sem fjallað er um tiltekin efni eða þemu (t.d. ferðalög, ferm- ingar eða heilsu). Þessi kynningarblöð eru oftar en ekki felld inn í dagblöðin og virka því nánast eins og náttúrulegur hluti af þeim Kannski er tilhneiging lesenda sú að lesa þessi kynningar- blöð eins og nokkurs konar fréttaefni sem hlotið hefur gagnrýna umfjöllun Árvökull lesandi getur líka tekið eftir því að í kynn- ingarblöðum af þessu tagi eru stundum beinar auglýsingar frá sömu fyrirtækjum og er fjallað um í viðtali eða efnis- legri umfjöllun Í slíkum til- fellum, hvar liggja mörkin á milli fréttamennsku, kynninga og auglýsinga? Sumar auglýs- ingar reyna að dulbúa sig og lauma sér inn í rými blaðsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=