Skilaboð móttekin

2. hluti 33 Yfirleitt nota fjölmiðlar blöndu af áskrift og auglýsingasölu til að fjármagna starfsemi sína Stöð2 og Skjár Einn eru áskriftarstöðvar sem einnig selja auglýsingar, á meðan ókeypis sjónvarpsstöðvar byggja rekstur sinn á einföldum tæknilausnum og auglýsingasölu Útvarpsstöðvarnar eru allar ókeypis og þær selja allar auglýs- ingar til að standa undir rekstrinum Morgunblaðið, DV og Viðskiptablaðið treysta á áskrift, smásölu og auglýsingar, á meðan Fréttablaðið og Fréttatíminn eru ókeypis blöð sem er dreift inn á flest heimili á höfuðborgarsvæðinu og á tilteknum svæðum á landsbyggðinni Tímaritin reka sig á áskriftum, smásölu og auglýsingum Fríblöðin reiða sig eingöngu á auglýsingar Netmiðlarnir eru líka mjög háðir auglýsingum Þeir eru allir opnir og ókeypis, því það hefur sýnt sig erlendis að netnotendur eru tregir til að greiða fyrir aðgang að fréttasíðum á netinu Netmiðlarnir þróa auglýsingar sínar til að laga sig að breyttri hegðun notenda á netinu Öll þessi rekstrarform kalla á ólíkar tegundir fjöl- miðla og því er vissum vandkvæðum bundið að tala um þá í einni og sömu bókinni Allir miðlar eiga þó sameiginlegt að þeir eru að tala við þig – þeir eru að„miðla“ sinni sýn til þín, með einum eða öðrum hætti Verkefni Veltið fyrir ykkur áhrifum fjármögnunar á fjölmiðla Ræðið í hópum: • Af hverju þurfa fríblöð að reiða sig á auglýsingar? • Hvers vegna vilja auglýsendur „styrkja“ gerð eða birtingu tiltekinna sjónvarpsþátta? („Þessi þáttur var í boði Snilldar-Kóla“ ) Hvað ræður vali auglýsenda á þeim þáttum sem þeir vilja tengja nafn sitt við? • Hvaða nýju leiðir fara netmiðlar í því að ota auglýsingum að netnotendum? • Hvaða auglýsingar á netinu hafa mest áhrif og fá mesta athygli? Finnið dæmi um vel heppnaðar og verr heppnaðar netauglýsingar Dagbók/umræður • Hvað finnst ykkur um RÚV, bæði sjónvarps- rásina, Rás 1 og Rás 2? • Hvort lesið þið oftar fréttir í dagblaði eða á netinu? Hvers vegna? • Hvað horfið þið mest á? Hvað hlustið þið mest á? Hvers vegna? • Ef þið ættuð að auglýsa tiltekna vöru – hvar mynduð þið gera það? Hvers vegna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=