Skilaboð móttekin
32 Þú og athygli þín hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja sem reka fjölmiðla Fjölmiðlar þrífast, rétt eins og önnur fyrirtæki, á athygli almennings og vilja hans til að nota þjónustu þeirra Þeir þurfa að sýna fram á ákveðna notkun almennings á þjónustunni til að geta boðið fyrirtækjum að auglýsa hjá sér Ef útvarpsstöð getur sýnt fram á að stór hluti þjóðarinnar hlusti á hana á hún auðvelt með að selja fyrirtækjum auglýsingar á háu verði Þannig eru langflestir fjölmiðlar reknir með bæði áskriftartekjum og auglýsingatekjum, með nokkrum undantekningum þó Ríkisstöðv- arnar eru t d að hluta til reknar fyrir almannafé en selja samt líka auglýsingar Sumir hafa viljað leggja niður ríkisstöðvarnar, á meðan aðrir telja rétt að efla starfsemi þeirra enn frekar Um þetta eru mjög skiptar skoðanir og verða sjálfsagt áfram Fjölmiðlar þrá þína athygli Fjölmiðlar þrífast á athygli almennings. Verkefni Skoðið dagskrá ríkisfjölmiðlanna í eina viku og metið hvernig RÚV sinnir skyldum sínum Hvaða þættir falla vel að hlutverki RÚV? Hvaða þættir gera það ekki? Hvað finnst ykkur vanta inn í dagskrána? Allir Íslendingar borga skatt til að halda rekstri ríkisstöðvanna gangandi, enda eiga þær að sinna víðtæku hlutverki gagnvart menningaruppfræðslu og almannaöryggi, meðal annars: • að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð • að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar • að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar • að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana • að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri • að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar • að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps • að varðveita til frambúðar frumflutt efni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=