Skilaboð móttekin

2. hluti 31 Fjölmiðlar eru fjölbreytilegir Sumir fjölmiðlar leggja sig fram við að framleiða eigið efni, t d fréttir eða umfjöllun um menningu, fólk og lífsstíl, á meðan aðrir eru meira í því að miðla efni eftir aðra, t d tónlist eða endurunnum fréttum af netinu En allir fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að þeim er dreift eftir sameiginlegum rásum innan samfélagsins; á netinu, á sjónvarpsrásum, á útvarpsrásum eða inn um póstlúguna Og allir eiga þeir í samkeppni við hina miðlana um hylli, athygli og auglýsingar til að standa undir rekstrinum Verkefni Veltu fyrir þér hvort ólíkt eðli fjölmiðla hafi áhrif á efnistök þeirra • Hvaða takmarkanir felast t d í því að gefa út vikublað samanborið við blað sem kemur út sex daga vikunnar? • Hvaða kosti hefur útvarp fram yfir dagblöð? • Hvaða möguleikar felast í stemmingunni á „léttari“ fjölmiðlum á borð við FM 957 og X-ið? • Hvernig geta dagskrárgerðarmenn á þeim stöðvum t d komist upp með að spyrja annarra spurninga en dagskrárgerðarmenn á Rás 1? • Stækkið hugarkortið hér að ofan og fyllið inn í það • Ræðið í hópum hvað fjölmiðlar eru • Hvernig er vinnuferlið á fjölmiðlum? Hvenær er fundað? Hver ákveður fyrir- sagnir? Hver ákveður myndaval með fréttum? Vinnið í hópum og rann- sakið vinnubrögð helstu fjölmiðla með því að hafa beint samband við þá Ljósmyndari Hvað innihalda fjölmiðlar? Fréttastjóri Blaðamaður Kvikmynda- gagnrýnandi Vefhönnuður Markaðsstjóri Sölumaður auglýsinga Starfsfólk í pökkun og dreifingu Blaðamenn vinna sjaldnast einir Á stærri fjölmiðlum eru fréttir og annað efni unnið í náinni samvinnu blaðamanns, frétta- stjóra og ritstjóra Slíkt samstarf eykur líkurnar á vönduðum vinnubrögðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=