Skilaboð móttekin
30 Hópverkefni Ræðið ólíka íslenska fjölmiðla Skoðið sérstaklega fréttablöð í minni bæjarfélögum á lands- byggðinni og höfuðborgarsvæðinu • Hvernig er umfjöllun þeirra ólík stærri dagblöðunum? • Er annar tónn í fréttunum? • Er fjallað um aðrar hliðar samfélagsins í minni héraðsblöðum? • Er munur á því hvernig stóru blöðin fjalla um tiltekna atburði? Í hverju felst munurinn? Fjölmiðlar eru flóknir Fjölmiðlun hefur breyst mikið í áranna rás Hér áður fyrr gengu háværir menn um götur borga og þorpa og hrópuðu nýjustu fréttir en nútíminn býður okkur að lesa þúsundir ólíkra frétta á fjölmörgum tungumálum á einum og sama deginum – bara með því að hanga svolítið á netinu Og vegna þess hve fjölmiðlun er í hraðri þróun er flókið að fjalla um fjöl- miðla í kennslubók eins og þessari Ef við birtum lista yfir fjölmiðla á Íslandi verður hann úreltur innan fárra ára eða jafnvel mánaða Listi yfir starfandi fjölmiðla dagsins í dag inniheldur mjög ólíka miðla, t d Fréttablaðið, Morg- unblaðið, Skessuhorn, strandir is, Frjálsa verslun, sjarminn is, SkjárGolf og X-ið En á morgun fæðist nýr fjölmiðill og í næsta mánuði lognast annar út af Allir þessir fjölmiðlar berjast um sömu athyglina og flestir þurfa þeir að fá auglýsendur til að kaupa auglýsingar Og til að það gerist þarf fjölmiðillinn að sýna fram á að einhver noti hann, því að fáir vilja borga peninga fyrir auglýsingar sem enginn heyrir eða sér Sá mikli fjöldi fjölmiðla sem er starfræktur á þessu litlu landi segir okkur hvað áhuginn á fréttum og umfjöllun er mikill Það er greinilegt á öllu að við viljum láta fjalla um það sem gerist í heiminum, á landinu, í smábæjum og menningarkimum Fjölmiðlar svara því kalli en þeir gera það misvel og því er það okkar hlutverk að horfa á þá gagnrýnum augum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=