Skilaboð móttekin

2. hluti 29 leitt ekki bein og opinber tengsl á milli fjölmiðla og stjórn- málaflokka, þótt margir séu enn tortryggnir og trúi því að tengslin sé að finna á bak við tjöldin Margt hefur samt breyst Það er t d ólíklegt að í dag fengjum við jafn afdrátt- arlausar fyrirsagnir og þær sem eru sýndar hér að neðan Þetta eru tvær forsíðufyrirsagnir sem birtust eftir Alþingis- kosningar árið 1956 Hvaða sögu finnst þér þær segja um möguleg áhrif stjórnmálaflokkanna á fréttaflutninginn? Þetta eru alveg sömu kosningarnar Forsíðurnar fjalla báðar um nákvæmlega sömu upplýsingarnar, en áhersl- urnar eru svo ólíkar að það verður eiginlega broslegt Uppsetning blaðanna er hlutdræg – hún dregur taum annarrar hliðar umfram aðra og túlkar niðurstöður kosninganna Þetta er aðeins eitt dæmi um það hversu flókið verkefni er að fjalla um sannleikann Stundum er eins og allir hafi verið sigurvegarar. Fjölmiðlarnir eiga sér þannig stöðu innan samfélags- ins sem er feykilega mikilvæg og getur haft mikil áhrif á okkur öll – sérstaklega ef við lesum þá ekki með opnum og gagnrýnum augum En fjölmiðlar verða alltaf viðkvæmir fyrir alls kyns áhrifum, frá stjórnmál- um, almenningsáliti og peningaöflum samfélagsins, svo fátt eitt sé nefnt til sögunnar Þetta þurfum við alltaf að hafa í huga þegar við lesum efni þeirra, hvort sem það er á síðum dagblaða, á sjónvarps- skjánum, í útvarpi eða á netinu Hópverkefni • Getið þið fundið sambærileg dæmi úr ykkar skóla? – Hvernig fara kosningar í nemendaráð og aðrar nefndir fram? – Er kosningabaráttan hörð? – Hverjir bjóða sig helst fram? – Hverjir eru helst kosnir? – Eftir hverju eru þeir metnir – útliti, vinsældum, málefnum, húmor eða einhverju allt öðru? • Spyrjið foreldra ykkar og jafnvel ömmur og afa hvað ráði vali þeirra í Alþingiskosningum, sveitarstjórnarkosningum og forsetakosningum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=