Skilaboð móttekin

28 HVAÐ ER FJÖLMIÐILL? Auðvitað er þetta fyrsta og mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara Ef við leitum fanga t d á netinu segir á Vísindavefnum: „Almennt er talið að miðill teljist fjölmiðill ef fagfólk stendur að honum, hann sendir eða kemur út reglulega og nær til talsverðs fjölda fólks. Hins vegar er ekki til neitt nákvæmt viðmið um hvað miðillinn þurfi að senda eða koma út oft, eða hversu margir þurfi að nota miðil til þess að hann geti talist fjölmiðill. [ … ] Nútímafjölmiðlar eru í daglegu tali taldir vera sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit.“ Hefur þú heyrt um fjórða valdið? Staða fjölmiðla í nútímasamfélagi er mikilvæg því innan þeirra vinnur fólk við að leita sann- leikans og segja okkur hinum, með fréttum og fréttaskýringum, hvað er að gerast Samfé- lagið treystir ósjálfrátt á að fjölmiðlar rannsaki atburði nánar og segi frá því sem helst skiptir máli Um þetta ríkir eins konar þegjandi samkomulag Staða fjölmiðla er álitin svo sterk og mikilvæg að þeir eru oft kallaðir „fjórða valdið“ í samfélaginu Á Íslandi ríkir svokallað þrískipt vald: Löggjafarvald á Alþingi, framkvæmda- vald hjá ráðherrum með ráðuneyti sín og dómsvald hjá dómstólum Ef litið er á fjölmiðla sem„fjórða valdið“ í samfélaginu verða þeir að geta sinnt hlutverki sínu vel; þeir þurfa að vera frjálsir, sterkir og óháðir Eins og kemur fram í þessari bók er margt sem getur komið í veg fyrir það eða gert fjölmiðlum og blaðamönnum erfitt fyrir Lengi vel höfðu stjórnmálaflokkar t d bein áhrif á flest dagblöð á Íslandi Núorðið eru yfir- Í samræmi við þessa skilgreiningu hafa bloggsíður stundum verið kallaðar einmiðill – þar er jú bara ein manneskja á bak við efni síðunnar Sumir myndu vilja segja að netið sem slíkt væri fjölmiðill en það er auðvitað ekki svo Á netinu er hins vegar að finna mjög marga fjölmiðla, bæði netútgáfur af öðrum fjölmiðlum og vefi sem er aðeins að finna í netútgáfu Ræðið hugtakið fjöl- miðill í 3–5 manna hópum Hvað finnst ykkur vera fjölmiðill og hvað ekki? 2. HLUTI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=