Skilaboð móttekin
26 Allir miðlar sem innihalda tákn, myndir og texta eru sjálfvirk boð til okkar um að taka þátt í brellunni, að fylla upp í tómið, að finna púslið sem vantar Allir þessir miðlar stríða okkur og pota í okkur og kitla forvitnina sem býr innra með okkur Verkefni Skoðaðu nokkrar auglýsingar og skráðu eftirfarandi hjá þér: • Hvaða saga fer af stað í kollinum á þér? • Hvaða púsluspil viltu setja á sinn stað? • Hvaða upplýsingar vantar í söguna? • Hvaða hnappa ýtir auglýsingin á? • Hvaða tilfinningar vekur hún? • Hvað vill auglýsingin að þú upplifir? • Á bls 24 er talað um að auglýsingar séu tómarúm Ræðið í hópum um þessa fullyrðingu Hvað er átt við? Allt er tilfinningum tengt Þegar upp er staðið snýst allt um tilfinningar – þetta skrýtna svið í mannlegri tilveru sem fræðimenn deila um hvort eigi heima í heilanum eða hjartanu eða einhverju sem heitir sálin Auglýsingar nútímans eru meira og minna leikur að tilfinningum okkar sem heyrum þær og stundum er fréttaflutningur brenndur sama marki, jafnvel þegar hann er vandaður og heiðarlegur Við þurfum alltaf að hafa í huga að potið hefur þann tilgang að færa okkur nær þeirri ákvörðun að kaupa, nær því að sannfærast um tiltekin sjónarmið eða draga athygli okkar að vissum fréttum Spurningin er: Þurfum við alla þessa hjálp við að velja hvað við kaupum og hvað við lesum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=