Skilaboð móttekin

25 1. hluti Þetta er máttur orðanna: Með því að láta þig hugsa um sönglögin tvö er ég búinn að nota hausinn á þér eins og geislaspilara Með því að láta þig lesa þessi örfáu orð ýtti ég á takka og lét þau sjálfkrafa spilast innra með þér Þar hljóma þau og munu líklega gera áfram næstu mínúturnar Við þráum sögur svo mikið að við ráðum illa við okkur Einu sinni var ég að leika við lítil frændsystkini mín og ákvað að gera á þeim tilraun Ég bað þau að hlusta á mig og þau hópuðust í kringum mig Ég leit rólega yfir hópinn og sagði svo, með spennandi röddu: Einu sinni var ... Og svo þagnaði ég og beið Til að gá hvað myndi gerast Og þau spenntust öll upp Augun ljómuðu Eyrun sperrtust Hjörtun tóku kipp Heilar þeirra settu sig í stellingar Börnin biðu öll eftir framhaldinu Ég hafði í rauninni sagt: Einn, tveir og ... Og þau biðu spennt eftir því að ég segði framhaldið Myndi ég segja „þrír“? Eða segði ég eitthvað allt annað? Það þurfti ekki meira til en þessi þrjú einföldu en áhrifaríku orð: Einu sinni var ... Við sættum okkur meira að segja við að heyra sömu söguna aftur og aftur Líka þegar við höfum allar upplýsingarnar og vitum hvað er um það bil að fara að gerast í sögunni Eitt- hvað innra með okkur hefur mikla þörf fyrir að fylla í tómið, aftur og aftur; að upplifa upp- fyllinguna Hér er klassískur brandari: Hefurðu prófað að segja ungum börnum þennan brandara? Þú getur prófað það í næsta matarboði – ég mæli með því Staðreyndin er sú að þau halda áfram endalaust Líka eftir að þau fatta að þetta er brella Ég hef oft gert þessa tilraun á börnum í fjölskyldunni og hún bregst aldrei Börnin halda áfram, endalaust Yfirleitt er það ég sem stoppa og fæ leið á leiknum Ég hef líka gert tilraunir á fullorðnum vinum mínum Og þeir halda líka áfram, að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar Samt vita allir, frá fyrstu orðum brandarans, að þetta er brella Allir vita það – samt taka allir þátt. Það er gaman. Fólk stenst ekki mátið. Einu sinni voru tveir menn Einn hét Fram og hinn hét Aftur Fram dó, og hver var þá eftir? Svar: Aftur Gott og vel Einu sinni voru tveir menn Einn hét Fram og hinn hét Aftur Fram dó, og hver var þá eftir? Svar: Aftur Gott og vel Einu sinni voru tveir menn Einn hét Fram og hinn hét Aftur Fram dó, og hver var þá eftir? Svar: Aftur Allir miðlar bjóða okkur að finna púslið sem vantar og taka þátt í brellunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=