Skilaboð móttekin

24 Við elskum alltaf sögur Við viljum alltaf heyra söguna „Einu sinni var ...“ Þess vegna byggjast bæði fréttir og auglýsingar á sögum Þeir sem skrifa fréttir og búa til auglýsingar vita af þessari sagnaþörf okkar Fyrr í bókinni tók ég dæmi af íþróttafréttum sem gerðu miklu meira en bara að segja frá úrslitum leikjanna Auglýsingar gera þetta líka Þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu lætur í sjálfu sér ekki mikið yfir sér En skoðum hana út frá þeirri kenningu að auglýsing sé tómarúm sem lesandanum sé boðið að stíga inn í. Þá blasir við að þegar við sjáum þetta fallega fólk fyrir framan pálmatré spyrjum við sjálf- krafa spurninga Forvitni okkar vaknar ósjálfrátt: „Eru þau gift? Fóru þau saman í fríið? Hvert fóru þau? Eru þau hamingjusöm? Eða eru þau kannski alls ekkert gift? Kannski eru þau einhleyp og hittust á sólarströndinni, undir pálmatrénu? Kannski færði konan manninum ískaldan kókosdrykk í háu glasi með litríkum rörum og skrauti og spurði hvort hún mætti setjast hjá honum? Kannski eru þau alls ekki kærustupar heldur frændsystk- ini? Jafnvel systkini? Nei, varla …“ Að berja auglýsingu augum er eins og að heyra: „Gulur, rauður, grænn og blár ... Umsvifalaust og samstundis hljómar framhaldið í hausn- um á okkur: ... svartur, hvítur, fjólublár.“ Við fyllum sjálfkrafa inn í, eftir þeirri þekkingu sem við búum yfir. Hvað kemur á eftir: „Núna ertu hjá mér …“? Hvað kemur á eftir: „Farðu bara, mér er alveg sama …“? Ósagt er líka sagt!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=