Skilaboð móttekin

23 1. hluti en mestur er máttur tungunnar Stundum er látið með íslenskuna eins og hún sé sjálfsagður hlutur; eins og gott vald á íslensku skipti í raun og veru litlu máli og að þekking á íslensku komi af sjálfu sér, með móðurmjólkinni eða falli af himnum ofan eins og rigning Þetta er bæði satt og ósatt Við lærum móðurmálið, fyrst sjálfkrafa (sem ungbörn þegar við hlustum á alla í kringum okkur tala og horfum á þá hreyfa varirnar) og síðar kerfis- bundið í skólakerfinu, alveg frá leikskóla eða að minnsta kosti frá fyrsta bekk Eiginlega allir Íslendingar yfir sex eða sjö ára aldri eru læsir – það er alveg rétt En það er eitt að geta lesið íslensku og annað að skilja hana fyllilega. Það er sá skilningur sem skiptir mestu máli – ekki bara að geta lesið heldur að vera læs. Íslenskan er ekki bara eitthvert drasl og skran sem liggur úti í horni eins og hvert annað heimilistæki; íslenskan er ekki aukalúxustæki sem við getum valið að nota eða nota ekki – hún er innbyggð í alla okkar tilvist, alla daga, alltaf Íslenskan er notuð til að fram- kvæma hversdagslega hluti eins og að skrifa innkaupalista en hún er líka notuð til að hafa áhrif á heilu hópana af fólki, jafnvel heilu samfélögin Slíkur er máttur hennar Þess vegna er góður skilningur á íslensku gríðarlega mikilvægur fyrir alla, sérstaklega þig – til að þú getir skilið allt sem þér er sagt og til að þú getir tjáð þínar eigin lang- anir, hugmyndir og skoðanir Þetta er ekki síst þýðingarmikið þegar kemur að því að gegnumlýsa fjölmiðla og auglýsingar, þar sem fram fer flókinn leikur með tungumálið Íslenska er innbyggð í alla okkar tilvist, alla daga, alltaf. Auglýsingar eru ekki náttúrulögmál. Við sem lifum í vestrænum heimi erum vön því að auglýsingar fylli augu okkar, eyru og vit á hverjum einasta degi En auðvitað var þetta ekki alltaf svona – einu sinni voru borgir og bæir lausir við þetta áreiti Verkefni Prófaðu að útrýma auglýsingum úr tilteknu rými, t d með því að taka skjámynd af heimasíðu í tölvunni og fela allar auglýsingar í mynd- vinnsluforriti eða líma yfir allar auglýsingar í dagblaði eða tímariti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=