Skilaboð móttekin
22 Sumt er það í lífinu sem við getum ekki stjórnað nema að litlu leyti Andardrátturinn er eitt af því Allir verða að anda – enginn kemst hjá því Svipuðu máli gegnir um augun Við getum stjórnað sjóninni upp að vissu marki – t d stjórnum við því hvort við höfum augun opin eða lokuð – en þegar augun eru á annað borð opin er vald okkar lítið Þá erum við vanmáttug gagnvart því sem fyrir augu ber Við eigum meira að segja hugtakið sjónmengun: Með því er átt við að tilteknir hlutir í umhverfinu mengi skynjun okkar Við erum vanmáttug gagnvart því sem fyrir augu ber. Opin augu skynja allt sem þau mögulega geta; allt sem fellur á sjónhimnuna Augun dæma ekki það sem fyrir augu ber sem gott eða slæmt – sá dómur fellur ekki fyrr en við höfum meðtekið skynjunina og melt hana með heilanum Á hverjum degi opnum við augun og göngum út í heiminn Á hverjum degi skynjum við ótal liti, form, hreyfingar, tákn og orð Sumum hliðum á skynjuninni getum við stjórnað. Við getum t d ákveðið að opna ekki tiltekin blöð og tímarit, við getum forðast vissar sjón- varpsstöðvar og svo framvegis En frá því að við opnum augun á morgnana og þangað til við lokum þeim á kvöldin erum við háð öllu því sem er að finna í umhverfi okkar Hugsaðu út í þetta Hugsaðu um öll skiltin sem þú sérð á einum degi Auglýsingarnar og fjölmiðlaflóðið – á netinu, í blöðum, í umhverfinu, á stuttermabolum og töskum, í verslunum og verslanamiðstöðvum Hugsaðu um vörumerkin sem þú sérð á einum degi Hugsaðu um slagorðin, hvatningarnar og frasana Útvarp hér og útvarp þar Sjónvarp heima, í matsalnum í skólanum, heima hjá vininum, á veitingastaðnum Netið út um allt Alls staðar eru þér send skilaboð – orð, litir, tákn, hljóð, tónar og upplýsingar Allir eru alltaf að tala við þig, tala til þín, heimta athygli þína. Dagbók/verkefni • Hvaða skilaboð leynast í nærumhverfinu? • Eru auglýsingar í kennslustofunni? Á fötum, skólatöskum? Vörumerki? Auglýsingar á veggjum? • Hvað vekur athygli ykkar og af hverju? • Röltið út úr stofunni tvö og tvö saman og skráið þær auglýsingar sem eru sýnilegar í skólanum sjálfum, jafnvel í næsta nágrenni hans. Mikill er máttur augna og eyrna ... „Þú átt milljón ný skilaboð.“ Hvað ætlar þú að gera við þau? Allan daginn fáum við skilaboð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=