Skilaboð móttekin

19 Skilaboð móttekin er bók sem þjálfar þig í að lesa auglýsingar og fjölmiðla, koma auga á búninginn og finna staðreyndirnar á bak við hann Þess vegna er hér að finna nokkrar skemmtilegar auglýsingar sem eru dæmigerðar fyrir auglýsinga- mennsku, bæði nýjar og gamlar Sumar eru raunverulegar en aðrar bjuggum við til Í bókinni eru dagblaðaforsíður og raunverulegar fréttir og stundum berum við saman hvernig ólíkir miðlar hafa fjallað um sömu atburði með ólíkum áherslum Þú getur notað þessi dæmi til að greina allt mögulegt, t d hvað eru aðalatriði í fréttum og auglýsingum og hvað er skraut og hvaða leiðir eru notaðar til að auka slagkraftinn eða hafa sérstök áhrif á lesandann Þannig þjálfast hugur þinn í að greina á milli upplýsinga, tákna, orða, mynda og hugmynda – greina hvaða fegrunaraðgerðir hafa farið fram á vörunni áður en hún er kynnt til sögunnar Margir kostir felast í þjálfun af þessu tagi Augljóslega verður þú betur í stakk búin(n) til að taka eigin ákvarðanir þegar kemur að því að trúa inntakinu í fréttum og auglýsingum En annar stór kostur er sá að þú þjálfar þig í íslensku Og eftir því sem þú skilur hana betur skilurðu inntakið betur Allir græða og þú styrkist á öllum sviðum ATHYGLI ER ÁKVÖRÐUN OG ÞJÁLFUN • Hvaða hluta sannleikans og heildarmyndar er sagt frá? • Hvaða hluta er ekki sagt frá? • Hvernig er afstaða þess sem segir frá? En allt sem þú lest lýtur vali þess sem skrifar Manneskjan sem býr til aug- lýsinguna eða fréttina velur inn í hana viss atriði en sleppir því að fjalla um önnur Auglýsing inniheldur oftast sannleikskorn, en sannleikurinn er ekki endilega aðalatriðið heldur önnur atriði sem eiga að gera okkur spennt og æst í að kaupa Engin frétt segir allan sannleikann Allar fréttir segja hluta sannleikans Þess vegna þurfum við alltaf að spyrja: Ég er ekki að segja að allt sem þú lest sé lygi. Þú verður betri í íslensku með því að þjálfa þig á hverjum degi. 1. HLUTI • Hvaða atriði eru sett í forgrunn? • Eru þetta sannarlega mikilvægustu atriðin í fréttinni eða auglýsingunni? • Eða er verið að draga fram ákveðna mynd í sérstökum tilgangi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=