Skilaboð móttekin
18 Gulur bíll! snýst sem sagt um að taka eftir gulum bílum á undan öðrum í kringum sig Gulur bíll! er því ákvörðun um að veita gulum bílum sérstaka athygli og segja öðrum frá því Og töfrarnir eru þessir: Þeir sem á annað borð byrja að leika Gulan bíl! fara að sjá miklu fleiri gula bíla í umferðinni en áður – vegna þess að þeir tóku ákvörðun um að veita þeim athygli. Á hátíðlegu máli væri hægt að segja að þeir vakni til vitundar – um gula bíla Það sama er hægt að gera með allt annað Ef þú tekur ákvörðun um að hleypa tilteknum atriðum upp á yfirborðið og þjálfa þig í að lesa tungumálið og táknin sem berast þér á hverjum degi muntu smám saman vakna til vitundar Þá skerpast í þér augun og heyrnin verður betri Þá sérðu, heyrir og skynjar meira Þú öðlast sjálfkrafa hæfileikann til að koma auga á það sem blasir við þér á hverjum degi en þú kannast ekki við að sjá Þá geturðu séð bæði gula bílinn og bleika fílinn „Bleika fílinn?“ Þegar einstaklingur eða hópur fólks stendur frammi fyrir vandamáli, neitar að horfast í augu við það og lætur eins og ekkert sé er talað um að það sé bleikur fíll í stofunni Risastórt og litríkt dýr sem tekur allt plássið á heimilinu og enginn kemst fram hjá án krókaleiða Enginn þorir heldur að nefna að bleikur fíll standi í stofunni, því þá verður hann raunverulegur og þá þarf líka að fara að fást við hann og gera eitthvað í málinu GULUR BÍLL! BLEIKUR FÍLL! En hvað er málið með þennan gula bíl? Mörg börn sem ég þekki leika leik sem heitir Gulur bíll! Þú kannast sjálfsagt við hann en til öryggis eru reglurnar einfaldlega svona: Þegar þú sérð gulan bíl hróparðu GULUR BÍLL! á undan öllum nærstöddum og slærð létt í öxlina á þeim Stundum á að gera eitthvað meira (eins og að segja tiltekna setningu) en yfirleitt er leikurinn bara svona einfaldur Á netinu er meira að segja að finna opinberar reglur leiksins og sögulegar skýringar en ég veit samt ekki hvort þær eru bull eða ekki Það skiptir heldur engu máli Gangi þér vel við að finna gula bíla og bleika fíla. Góða skemmtun. Bleikur fíll = Það sem blasir við þér, án þess að þú sjáir það!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=