Skilaboð móttekin
16 Ekkert fréttnæmt fer fram hjá góðum blaðamanni. Verkefni • Vinnið saman í pörum og flettið dagblöðum eða skoðið þau á netinu Kannið sérstaklega fréttir sem hafa með skýrar upplýsingar að gera, t d kosningaúrslit eða íþróttaúrslit, og greinið bekknum frá því hvort blaðamennirnir eru hlutlausir eða ekki í frásögn sinni • Í blaðamennsku er oft stuðst við H-in fimm: Hvað, hvenær, hver, hvernig, hvers vegna? Skoðið nokkar fréttir og metið hvort þær geta svarað þessum spurningum • Reynið að finna dæmi um að blaðamenn setji staðreyndir í „sögu- búning“ þar sem frásögnin hefur mikil áhrif • Fjallið um nýlega atburði innan bekkjarins eða skólans og setjið ykkur í spor blaðamanns sem a) er hlutlaus og b) er hlutdrægur Valdið liggur líka hjá blaðamanninum þegar hann velur og hafnar stað- reyndum af tilteknum atburði Það er útilokað að hann geti sagt frá öllum smáatriðum sem tengjast atburðinum Hann þarf alltaf að velja og hafna , varpa ljósi á eitt og kasta skugga á annað Það sem hann velur hefur áhrif á frásögnina – en það sem hann hafnar hefur líka áhrif á hana Dagbók/umræður • Hvaða vöru keyptuð þið síðast eftir að hafa séð auglýsingu? • Hafa auglýsingar mikil áhrif á ykkur? • Munið þið eftir einhverri sérstakri auglýsingu og af hverju hún hafði mikil áhrif á ykkur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=