Skilaboð móttekin

14 Þetta dugir okkur engan veginn Við viljum lesa eða horfa á frásagnir sem leiða okkur áfram Við viljum endursögn á atburðum leiksins sem færir okkur hluta af stemmningunni og kemur blóðinu af stað Við viljum heyra sögurnar. • Hvernig gerðist þetta? • Hver var bestur? • Hver var verstur? • Hvernig var framvindan? • Hvaða þýðingu hafa þessi úrslit? • Voru einhver met slegin? Hvað gerðist? Góður fréttamaður getur einmitt gætt frásögnina lífi og dýpt þannig að við verðum tilfinn- ingalega snortin þegar við lesum Góður fréttamaður getur endurskapað atburðina í stað þess að miðla aðeins hráum og þurrum upplýsingum Hér eru nokkrar ólíkar fyrirsagnir: Fram burstaði Val Yfirburðir Frammara gríðarlegir Lánlausir Valsarar lutu í gras fyrir Fram Þú skilur hvað ég er að fara – um leið og ég hætti að miðla hreinum upplýsingum byrja ég að setja þær í tiltekinn búning og honum fylgir alltaf einhver afstaða sem segir sína sögu Fyrr í bókinni sagði ég að stundum miðluðu blaðamenn ákveðinni afstöðu viljandi en stundum óviljandi Heldurðu að það sé tilviljun að ég læt Fram„kjöldraga“ Val í ofangreindu dæmi? Getur verið að Fram sé mitt lið og ég vilji upphefja það með lúmskum hætti? Eigum við að prófa aðrar útfærslur af þessari fyrirsögn? • Gerðist eitthvað sérstaklega fréttnæmt – sjálfsmark, víti, rautt spjald? • Átti hneyksli sér stað? • Verður einhver rekinn? • Hverjum var tapið að kenna? • Hverjum var sigurinn að þakka? • Hvernig eru þessi úrslit miðað við söguna? Fram kjöldró Val

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=