Skilaboð móttekin
11 fyrst og fremst Hvað leynist fyrir innan? Ekki er allt sem sýnist. Verkefni Auglýsingar snúast oft um það sem er hulið og liggur á bak við – það er okkar að draga ályktanir Sjáðu t d þetta málverk eftir René Magritte Á því eru aðalatriðin hulin; sjálf höfuð elskendanna sem kyssast ástríðufullt Við höfum ekki hugmynd um hvernig fólkið lítur út en myndin er falleg, mjúk, hlý og rómantísk Svaraðu eftirfarandi spurningum: – Hver er staða fólksins (hjón, par, elskendur, nýbúin að kynnast)? – Er maðurinn fallegur eða ljótur? – Er konan falleg eða ljót? Ræðið svör ykkar í 3–5 manna hópum Hver er rökstuðningurinn á bak við svörin, t d hvort fólkið er ljótt eða fallegt? Einu sinni snerust auglýsingar einfaldlega um að miðla upplýsingum um það hvar tilteknar vörur var að finna: Núna snúast þær miklu frekar um að miðla ímyndum og sögum sem hafa áhrif á tilfinningalíf lesandans og neytandans Fjölmiðlar og auglýsingar í dag snúast meira um að miðla slagorðum, táknum og hugmyndum en að miðla staðreyndum Hluta af inntaki fjölmiðla og auglýsinga skiljum við meðvitað En stór hluti af skilaboðunum berst inn í undirmeðvitundina og við skynjum þann hluta án þess að átta okkur almennilega á því Er það í alvöru hægt? Hefurðu ekki gengið út úr verslun með grípandi lag á heilanum? Lag sem þú veist ekki af hverju er allt í einu límt við heilann á þér? Jafnvel lag sem þér finnst ekkert skemmtilegt? Þú heyrðir lagið án þess að gera þér grein fyrir því Ef þú getur meðtekið eftirfarandi boðskap og tileinkað þér hann í lífinu ertu á góðri leið með að skilja hvað ég á við THE LOVERS, EFTIR RENE MAGRITTE
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=