Skilaboð móttekin

10 Auglýsingahönnuðir hafa fyrir löngu uppgötvað þann sannleika að til að auglýsing virki þarf hún að höfða til tilfinninga móttakandans Það dugar ekki að segja hlutina beint út og vonast til þess að neytandinn (þú) taki ákvörðun Auglýsingar snúast um að hjálpa þér að taka „rétta“ ákvörðun í vöruvali, rétt eins og krassandi og forvitnilegar fyrirsagnir eiga að fá þig til að smella á frétt á netinu og lesa hana Sumir myndu segja að auglýsingar snerust um að miðla upplýsingum Og það er satt, upp að vissu marki En það er líka ósatt Það er ekkert flókið að miðla upplýsingum og segja: „Vara A fæst í Verslun B og hún kostar kr. 1.000-“. Þetta er sáraeinfalt Enda snúast auglýsingar ekki nema að litlu leyti um það að miðla upplýsingum Um hvað snúast þær þá? Að sannfæra. Sannfæra þig um að eitthvað vanti í líf þitt Sannfæra þig um að þær viti einmitt hvað það er sem þig vantar Pakka því inn í umbúðir Bæði huglægar og myndrænar Pakka því inn í tilfinningalegar umbúðir sem margfalda áhrifin Auglýsing = huglægar og myndrænar umbúðir utan um vöru. Frétt í fjölmiðli = huglægar og myndrænar umbúðir utan um staðreynd úr heiminum. Við erum alltaf að fást við umbúðir utan um upplýsingar og staðreyndir Þær byggjast á tilfinningum, orðum, táknum og myndum og geta haft áhrif á tilfinningar okkar sem lesum fréttirnar eða sjáum auglýsingarnar Okkar hlutverk er að rífa umbúðirnar utan af vörunni og sjá hvað leynist fyrir innan Þú stjórnar þinni eigin athygli! Hvaða máli heldurðu að það skipti að nefna vörur sérstökum nöfnum? Hugs- aðu um vörur á borð við krakkaskyr, páskajógúrt, skólajógúrt og íþróttanammi Hvers vegna heldurðu að þetta sé gert? Verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=