Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

93 Herma eftir dýrunum Nemendur kynnast sex ólíkum dýrum: skjaldbaka, bletta- tígur, fíll, mús, fugl og slanga. Kennarinn er með myndir af öllum dýrunum og nemendur byrja á því að giska á hvaða dýr hann er með. Kennarinn gefur þeim vísbendingar. Hægt er að finna myndir af dýrunum sex í Myndrænar útskýringar (bls. 160). Nemendur fá síðan að herma eftir hreyfimynstri dýranna ásamt því að leika stærð þeirra. Gagnlegt er að láta nemendur ferðast yfir gólfið, þrír til fjórir í senn. Kennarinn getur líka bætt við tilfinningum t.d.: „Hvernig hreyfir glaða skjaldbakan sig? Hvernig hreyfir feimni fíllinn sig? Hvernig hreyfir reiða músin sig?“ Síðan er hægt að spyrja nemendur hvort að stærð dýranna hafi breyst. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á stærð. − leikni nemenda í að nýta stærð í hreyfingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=