Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

91 Að byggja brú Nemendum er skipt niður í þriggja til fjögurra manna hópa. Þeir eiga að raða sér hlið við hlið og skiptast á að vera í plönunumþremur. Þegar þeir hafa allir raðað sér hlið við hlið, þá hleypur sá sem er fyrstur við hlið hans sem er aftastur og tekur sér nýja stöðu. Síðan koll af kolli. Þangað til þeir eru komnir alla leið yfir rýmið. Brúin er því alltaf á hreyfingu og er breytileg í lögun. Skapa dans með plönunum þremur Nemendum er skipt í hópa. Hver hópur skapar dans þar sem plönin þrjú koma öll við sögu og því eru sporin á mis- munandi plönum. Kennarinn getur einnig látið nemendur draga miða með myndum sem tákna plönin þrjú. Nemendur þurfa að nota plönin sem þeir drógu í sköpuninni. Einhverjir hópar gætu t.d. dregið þrjá miða með myndum af fugli sem merkir þrjár hreyfingar í efsta plani. Kennarinn getur bætt við fleiri áherslum fyrir nemendur að hugsa um, eins og til dæmis: flæði, stórar og litlar hreyfingar, snögg orka, almennt rými o.s.frv. Nemendur sýna svo afraksturinn og gefa hvort öðru uppbyggilega gagnrýni. Kennarinn getur t.d. nýtt sér matsaðferðina, Tvær stjörnur og ein ósk (bls. 152) þar sem nemendur gefa hverjum hóp tvær stjörnur og eina ósk. Stjörnurnar tvær merkja tvö hrós eða eitthvað sem hópurinn gerði vel og óskin er eitthvað sem þarfnast æfingar. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. − leikni nemenda til að nýta plönin þrjú í sköpun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=