Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

90 Haust Kennarinn biður nemendur að taka sér stöðu á lægsta plani og nemendur fylgja fyrirmælum kennarans þegar hann talar um hvernig fræið verður að tré sem teygir greinarnar alla leið upp á efsta plan. „Laufblöðin fara að falla því það er komið haust.“ Nemendur líkamna fræið, tréð, greinarnar og laufblöðin. Hreyfa okkur til og frá plönunum þremur Kennarinn leiðir æfinguna. Hann biður nemendur að taka sér frjálsa stöðu í lægsta plani og hreyfa sig svo í gegnum miðplan og halda áfram í efsta plan. Síðan getur kennarinn látið nemendur byrja í miðplani eða efsta plani. Nemendur geta ímyndað sér að þeir séu í lyftu og að kennarinn sé að ýta á takkana. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. − leikni nemenda til að nýta plönin þrjú í sköpun. Að ferðast um rýmið Nemendur ferðast frá einum vegg til þess næsta með því að hreyfa sig í plönunum þremur. Í fyrstu umferð nota nemendur einungis neðsta plan. Þeir fá að prufa nokkrar umferðir, síðan miðplan og efsta plan. Hægt er að blanda plönunum saman. Búggí plön Nemendur eru í pörum og dansa saman en mega aldrei vera á sama plani (efsta, mið og neðsta). Einnig er hægt að gera þessa æfingu með kennaranum; nemendur á móti kennara. Dæmi: Einn dansar á lægsta plani en félagi hans þarf því að dansa annaðhvort – eða á efsta plani eða miðplani. Nemendur mega alltaf skipta um plan þegar þeir vilja en mega alls ekki vera á sama plani á sama tíma. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. − einbeitingu. − snerpu og viðbrögð nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=