Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

89 Plönin þrjú Plönin þrjú eru lægsta/neðsta plan , miðplan og efsta plan . Ef við skiptum líkama okkar í þrennt kallast svæðið frá tám og upp að mjöðmum lægsta plan (þar sem lappirnar hreyfast). Þegar við stöndum upprétt kallast svæðið milli mjaðma og axla miðplan og svæðið frá öxlum og upp fyrir höfuðið sjálft köllum við efsta plan (Gilbert, 2015). Þegar við hreyfum okkur á neðsta plani erum við nálægt gólfinu. Í miðplani hreyfum við okkur út frá standandi stöðu. Í efsta plani hreyfum við okkur út frá því að standa á tám og/eða hoppa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=