Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

88 Kort Allir nemendur útbúa sitt eigið kort sem hægt er að plasta til þess að nota aftur með ólíkum hreyfihugtökum. Nemendur geta því strokað út og fyllt inn í kortin sín aftur og aftur. Kortin eru merkt með nafni. Í þetta skipti ætla nemendur að vinna með persónulegt og almennt rými. Nemendur vinna hver fyrir sig eða í pörum. Þeir búa til fjársjóðskort/landakort um rýmið. Þeir geta til dæmis notað hreyfingarnar sem notaðar voru í æfingunni á undan, Hreyfingar úr almenna og persónulega rýminu, til þess að ferðast á milli staða í rýminu. Einnig skal taka fram persónulega rýmið á kortinu og ákveða hvaða hreyfing eigi sér þar stað. Ágætt er að gera grein fyrir persónulega rýminu með því að teikna hring á blaðið. Hægt er að nota hlykkjóttar leiðir, hvassar, bognar o.s.frv. Nemendur fá að prufa að fylgja kortinu sínu eftir. Kenn- arinn lætur svo alla nemendur gera samtímis sem verður til þess að það myndast almennt rými (þar sem líkamar mætast). Kennarinn á umræður við nemendur um muninn á almenna og persónulega rýminu. Nemendur sýna hver öðrum afraksturinn og kortið sitt í leiðinni. Einnig geta sam- nemendur fengið að prufa leiðina. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum rýmum. − leikni nemenda í að skrásetja hreyfingar. − rýmisvitund. BYRJUN HLAUPA Á STAÐNUM VALHOPPA HAND- STAÐA SNÚA SÉR Í HRINGI ENDIR HOPPA HRISTA HENDUR SKRÍÐA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=