Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

87 Hreyfingar úr almenna og persónulega rýminu Kennarinn leiðir nemendur í gegnum spuna með áherslu á rýmin tvö, almenna og persónulega rýmið. Hann spyr þau hver munurinn sé á rýmunum. Nemendur skrifa eina hreyf- ingu úr hvoru rými á hvort spjaldið. Spjöldin eru lesin saman og nemendur hreyfa sig eftir orðunum. Nemendur eru síðan paraðir saman og fá tvö spjöld úr sitthvoru rýminu. Þeir eiga að hreyfa sig eins og bæði spjöldin í einu, t.d. hlaupa og fljóta. Síðan er hægt að skipta um félaga og ný spjöld dregin (nemendur skila alltaf spjöldunum á milli). Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að hreyfa sig frá einu rými til þess næsta. − rýmisvitund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=