Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

86 Almennt rými – persónulegt rými – innra rými Kennarinn leiðir nemendur í gegnum spuna sem leggur áherslu á rýmin þrjú. Gott er að byrja á persónulega- og almenna rýminu en innra rými er flóknara og hentar frekar eldri nemendum. Kennarinn biður nemendur að finna sér stöðu í rýminu og loka augunum. Nemendur byrja að hreyfa sig í persónulega rýminu og eru því á staðnum. „Hvaða hreyfingar er hægt að gera í persónulega rýminu?“ Kenn- arinn getur einnig beðið nemendur að vinna með ákveðin líkamspart til að byrja með í persónulega rýminu til að gefa nemendum tíma til að átta sig á hlutverki rýmisins. Hann getur einnig talað um plönin þrjú (bls. 89) og hvernig hægt sé að nýta sér þau í persónulega rýminu. Kennarinn biður síðan nemendur að hreyfa sig í almenna rýminu. „Er hægt að gera sömu hreyfingar í persónulega rýminu og almenna rýminu? Hvernig hreyfum við okkur í almenna rýminu?“ Kennarinn tekur síðan umræður með nemendum ummun á rýmunum eins hvaða hreyfingar nemendur notuðu. Þegar kennarinn fjallar um innra rýmið getur hann beðið nemendur að finna sitt persónulega rými, loka augunum og hlusta á líkama sinn. Hann biður nemendur að taka eftir andardrættinum, hann talar um innri starfsemi líkamans (frumur, hjartað, taugar, vöðva, bein, liðir o.s.frv.) og hvernig allt sé á hreyfingu innra með okkur. Hann getur t.d. beðið nemendur umað hugsa umhúðina, stærsta líffæri líkamans, og hversu teygjanleg hún er. Kennarinn gefur nemendum eitthvað til að vinna með í spunanum: „Hvernig hreyfðum við okkur ef húðin næði lengra en beinin okkar? Ef við værum bara húð? Hvernig hreyfum við okkur ef við hugsum um hreyfigetu liðanna?“ Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum rýmum. − leikni nemenda í að hreyfa sig frá einu rými til þess næsta. − rýmisvitund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=