Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

4 Dans Aðallega er stuðst við hugmyndir tveggja fræðimanna í dansi í handbók- inni, þeirra Rudolf Labans, frumkvöðuls í dansfræðum, og Anne Green Gilberts, danskennara og sérfræðings í skapandi dansi. Rudolf Laban sagði hreyfingu vera eina af frumforsendum lífsins og okkur lífsnauðsynlega til þess að lifa af. Hreyfing er í öllum lifandi verum. Við erum alltaf á hreyfingu þrátt fyrir að standa kyrr en það er alltaf hreyfing innra með okkur á meðan við öndum. Blómið hreyfir sig til þess að nærast, dýrin búa yfir meiri hreyfanleika og hreyfa sig til dæmis eftir hungri og hættu en maðurinn tjáir sig, skapar og myndar tengsl í gegnum ýmis hreyfimynstur (Hodgson og Preston-Dunlop, 1990). Laban setti fram kenningu um hreyfingu manna og skipti henni upp- runalega í fjóra meginflokka en þeir eru: líkami (e: body ), afl (e: effort ), rými (e: space ) og tengsl (e: relationship ). Síðan skiptast þessir fjórir flokkar í fjöldann allan af undirflokkum. Þessi hugtök eru kölluð hreyfihugtök en Laban taldi þessa þætti vera undirstöðu hreyfingar. Þessi hreyfihugtök hans hafa verið nýtt og endurskipulögð af öðrum danssérfræðingum og danskennurum og kennd á margvíslegan hátt. Laban var mikill frumkvöðull í dansheiminum og kom með margt nýtt þar inn. Honum fannst mjög mikilvægt að búa til hugtök yfir þær nýjungar sem hann kom fram með. Lífsstarf hans snerist að mestu leyti um að afhjúpa og leiða í ljós merkingu orðsins dans og stuðla að því að fræði- grein sem fjallaði um dans yrði viðurkennd. Þannig vildi hann stuðla að því að það listform yrði tekið alvarlega. Laban fannst einnig mjög mikil- vægt að dansarinn skildi það sem hann var að gera og dansfræðin átti að hjálpa honum að öðlast dýpri skilning á dansi og hreyfingu. Dansarinn átti að upplifa hina líkamlegu hlið dansins, skilja hvað í hreyfingunni felst og leyfa sér að njóta tilfinninganna sem blossuðu upp þegar dansað var. Laban sagði að líkaminn samanstæði af líkama, huga og sál og að þetta þrennt væri órjúfanleg heild sem tengdist hreyfingu á einn eða annan hátt. Við hugsum, finnum, skynjum og hreyfum okkur á mismunandi vegu og allir þessir þættir hafa áhrif á líkama okkar, sál og huga. Það að skilja hreyfingu og tilgang hennar og virkni gefur færi á að skilja aðra, heiminn og okkur sjálf (Hodgson og Preston-Dunlop, 1990). Gilbert byggir á fræðum Labans en frá kennslufræðilegu sjónarhorni og skoðar þau út frá skapandi dansi. Hún flokkar hreyfihugtök Labans á annan hátt: líkami, rými, afl og tími (Gilbert, 2015). Hún er sammála Laban um að hreyfing sé okkur lífsnauðsynleg og að við séum alltaf að nota allan líkamann og skynfærin til þess að skilja og skynja heiminn, sjálf okkur og aðra. Hún leggur samt á það áherslu að dans sé breytingarverkfæri sem getur umbreytt, auðgað og bætt mannkynið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=