Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

84 Sápukúlan Kennarinn stýrir æfingunni. Hann biður nemendur um að blása stóra, ímyndaða sápukúlu og fara inn í hana. Hann biður nemendur að móta fyrir henni, ásamt því að hreyfa sig hægt og mjúklega inni í henni (persónulega rýmið). Það er eingöngu hægt að hreyfa sig á staðnum því sápukúlan er mjög viðkvæm. Því næst eiga nemendur að finna leið til að sprengja sápukúluna t.d. með því að nota ímyndaðan títu- prjón til að sprengja hana. Þegar sápukúlan er sprunginn hreyfa nemendur sig um allt rýmið eftir fyrirmælum kennar- ans t.d. með því að dansa, ganga, valhoppa, eða fá frjálsar hendur. Á meðan lokar kennarinn augunum og telur upphátt upp á tíu. Þegar hann er búinn opnar hann augun og þá eiga nemendur að vera búnir að taka sér stöðu í almenna rýminu (frjósa) og reyna að passa upp á að það sé hvergi autt svæði í stofunni. Kennarinn segir frá því sem hann sér. Þetta gengur í smá stund en síðan biður kennarinn nemendur að blása aðra sápukúlu. Kennarinn getur ráðið því hvernig hann skiptir æfingunni upp og hvort hann kynnir nemendum bæði rýmin í einu. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum rýmum. − leikni nemenda í að hreyfa sig frá einu rými til þess næsta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=