Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

83 Almennt rými, persónulegt rými og innra rými Rými skiptist í þrjú ólík rými. Þau eru almennt rými, persónulegt rými og innra rými. Almennt rými er rýmið sem við ferðumst í, þ.e. förum frá einum stað til annars, og við deilum því oft með öðrum. Persónulegt rými er rýmið sem maður á með sjálfum sér og er alltaf á sama stað; plássið sem líkami okkar tekur í rýminu. Innra rými er rýmið sem er innra með okkur og við reynum eftir bestu getu að hlusta á það. Taka eftir þegar hjartað slær, hugsa um frumurnar, vöðvana, líffærin, taugakerfið, beinin, húðina og hvernig blóðið streymir o.s.frv. Þetta rými er oftast notað með nemendum sem hafa fyrri reynslu í dansi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=