Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

81 Laufblaðið og vindurinn Nemendur vinna í pörum, annar er laufblað og hinn vindur- inn. Nemendur ferðast yfir rýmið þar sem vindurinn feykir laufinu áfram með bendingum með ólíkum líkamshlutum. Það er engin snerting en það er hægt að bæta henni við seinna meir. Kennarinn biður nemendur að lýsa hreyfingu laufblaðsins. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á flæði. − leikni nemenda í að nota flæði í hreyfingum. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á flæði. − leikni nemenda í að nota flæði í hreyfingum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á flæði. − leikni nemenda í að nota flæði í hreyfingum. Áin og ísinn Kennarinn stýrir æfingunni. Nemendur ferðast um rýmið og liðast áfram eins og á. Þegar kennarinn hrópar „Frjósa!“ breytist áin í ís. Nemendur frjósa í ákveðnum stellingum og bíða eftir merki kennarans. Þegar kennarinn fer að tala um vorið og segir að ísinn bráðni hægt og sígandi þá byrjar áin aftur að renna (nemendur byrja að hreyfa sig aftur). Flæði í líkamshlutum Kennarinn stýrir spuna þar sem nemendur fylgja fyrirmæl- um hans. Hann byrjar að tala um flæði í ákveðnum líkams- hlutum (t.d. höndum og fótum) og nemendur eiga að hreyfa þá líkamshluta og fókusera á flæðið. Kennarinn getur talað um rennandi vatn sem rennur um líkamann til þess að fá nemendur til þess að einbeita sér. Hann getur talað um efri hluta líkamans á meðan neðri hluti líkamans hreyfist ekki og svo öfugt. Í lokin fá nemendur að dansa frjálst um rýmið en einbeita sér að flæðinu í hreyf- ingum. Út frá spunanum geta nemendur skapað dansverk með flæði að leiðarljósi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=