Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

80 Flæði Flæði í hreyfingu getur verið eins og lækur sem liðast áfram niður fjallshlíð og alla leið út í sjó, gufar upp og verður að rigningarvatni eða snjó sem síðan rennur í gegnum jarðlögin og aftur út í sjó. Flæðið stoppar aldrei, það heldur alltaf áfram. Flæði er hugtak sem er mikið notað í dansi, t.d. þegar hreyfing rennur saman við þá næstu. Það er ekki hægt að sjá hvenær hún byrjar né endar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=