Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

79 Gefa þyngd Nemendur vinna tveir og tveir saman og skiptast á að ferðast yfir rýmið eða vinna á staðnum. Þeir vinna með þyngd hvor annars. Leiðir fyrir nemendur til þess að gefa hvor öðrum þyngd eru: hendur á axlir, leiðast og halla sér aftur og setjast í stól, lófi í lófa, bak í bak (að setjast niður og standa upp aftur) og öxl í öxl . Kennarinn getur einnig spurt nemendur hvort þeir viti um aðrar leiðir til þess að gefa þyngd. Hann er líka búinn að skapa dans úr þessum mismunandi aðferðum til þess að komast yfir rýmið. Dæmi um dans sem ferðast yfir rýmið: Lófi í lófa, öxl í öxl, bak í bak, öxl í öxl, lófi í lófa . Síðan er hægt að leyfa nemendum að skapa sinn eigin dans í pörum. Nemendur skapa dansverk sem inniheldur að minnsta kosti þrjár aðferðir við að gefa þyngd. Nemendur sýna hvert öðru afraksturinn og fá því að upplifa að vera áhorfandi og dansari. Mikilvægt er að segja nemendum að þeir beri ábyrgð á sjálfum sér og verði því að vita hvar þeir setji þyngdina. Það er ekki hægt að ætlast til þess að samnemandinn beri mann. Nemendur geta líka notað leikmuni til þess að vinna með þyngd, t.d. prik, sverð, bolta o.s.frv. í pörum. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að gefa þyngd og taka á móti þyngd. − leikni nemenda í að nýta sér þyngd í sköpun. − samvinnu nemenda. Að teikna með þyngd Nemendur fá tvo miða og blýant og eiga að teikna eða skrifa orð/mynd sem tákna ólíka þyngd (þungt og létt). Nemendur fá síðan tækifæri á að ferðast yfir rýmið og hreyfa sig út frá myndinni. Einnig er hægt að fá nemendur til að vinna í hópum og skapa dansverk út frá myndunum (sækja inn- blástur í þær) sem þeir teiknuðu. Þessa æfingu væri líka að gera með flestum þemahugtökunum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á þyngd og ólíkum eiginleikum hennar. − leikni nemenda í að nýta sér þyngd í sköpun. − samvinnu nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=