Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

78 Dansað eftir þyngd hlutarins Kennarinn gefur nemendum ólík orð eða sýnir þeim myndir sem einblína á mismunandi þyngd hlutarins. Nemendur eiga að dansa þyngd orðsins. Dæmi um orð: steinn, blaðra, draugur, steypa, fíll, sæhestur o.s.frv. Það er einnig hægt að nýta þessa æfingu sem stoppdans (bls. 51) en með ákveðnu þema. Kasta á milli Kennarinn stjórnar æfingunni. Hann biður nemendur að ímynda sér að þeir séu að drippla körfubolta um allt rýmið. Kennarinn breytir síðan um stærð og gerð boltans sem nemendur eru að ferðast með um rýmið. Dæmi um mis- munandi bolta: fílabolti, kúluvarpskúla, handbolti, tennis- bolti, keilukúla, badmintonfjöður, fallbyssukúla o.s.frv. Kenn- arinn getur einnig ráðið því hvort nemendur vinna hver með sinn bolta, í pörum eða allir saman með einn bolta. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á þyngd og ólíkum eigin- leikum hennar. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á þyngd og ólíkum eigin- leikum hennar. Krossa yfir gólfið Kennarinn stýrir æfingunni. Nemendur standa öðrummegin í salnum og eiga að ferðast yfir rýmið. Kennarinn gefur nemendum alls konar afarkosti til þess að hreyfa sig yfir rýmið en hann biður nemendur að spenna ólíka vöðva. Hann segir t.d: „Hvernig hreyfðum við okkur ef við værum einungis vöðvar? (100% vöðvar?) En ef við værum einungis með 80% vöðvavirkni? En 50%? En 30% og/eða 10%? Hvernig mundum við hreyfa okkur? En ef við værum einungis með vöðva í efri hluta líkamans, hvernig mundum við þá hreyfa okkur? En hvað gerist ef það væri öfugt, einungis vöðva í neðri hluta líkamans?“ Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á þyngd og ólíkum eigin- leikum hennar. − líkamsmeðvitund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=