Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

76 Umhverfi Kennarinn kallar upp ákveðna staði og nemendur eiga að hreyfa sig eftir orku þeirra. Dæmi: „ Kaktusþorp, Skýja- borgir, Moskítóland, Þokubær, Karamellumjólkurhristings- fljótið, Þyrnidalur, Glerbrotafjall, Sykurpúðaland. “ Einnig er gagnlegt að bjóða nemendum sjálfum að koma með uppá- stungur. Aldursstig: 1.– 4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að uppgötva mis- munandi eiginleika orku. − skapandi hugsun og notkun ímynd- unaraflsins. Skapa dans út frá orku orðsins Nemendum er skipt í hópa og kennarinn úthlutar þeim stað. Líka hægt að nota sömu staði og eru í æfingunni Umhverfi, eða að leyfa nemendum sjálfum að skapa staði. Nemendur búa til nöfn á nokkrum einstaklingum sem búa í þessum tiltekna bæ. Nöfnin þurfa að gefa til kynna einhverja eiginleika orku, t.d. Sámur Slaki, sem gefur til kynna mjúka orku. Nöfnin eiga að gefa nemendum hug- myndir að sporum þar sem hver hópur býr til stuttan dans út frá nöfnum einstaklinganna. Síðan er hægt að sýna hvert öðru afraksturinn. Nemendur segja líka frá persónunum og bænum sjálfum. Skapa dans með tvennskonar orku Nemendum er skipt í þriggja til fjögurra manna hópa. Nemendur skapa stuttan dans (2–3 áttur) en kennarinn ákveður hvaða hópur vinnur með hvaða orku, t.d. mjúka og snögga orku. Nemendur sýna afraksturinn en kennar- inn sameinar svo hópana. Þannig að nemendur þurfa að kenna hver öðrum sinn dans ásamt því að klippa og líma þá saman. Þá eru nemendur að vinna bæði með snögga og mjúka orku. Afraksturinn er sýndur. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − skilning nemenda á ólíkum eiginleikum orku. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir. − leikni nemenda að tjá sig. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − skilning nemenda á ólíkum eiginleikum orku. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=