Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

75 Finna orku í tónlist Kennarinn spilar fjölbreytta tónlist fyrir nemendur. Þeir eiga að uppgötva orku lagsins og hreyfa sig samkvæmt henni. Kennarinn getur spilað lög sem kalla frammjúka og snögga orku. Nemendur geta líka unnið í pörum þar sem annar fær að gefa frá sér mismunandi hljóð eða klöpp (skapa sína eigin tónlist) og hinn túlkar hljóðin út frá orku þeirra með hreyfingum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að uppgötva mismun- andi eiginleika orku í gegnum tónlist. − leikni nemenda í að skapa ólík hljóð. − hlustun og ein- beitingu. Orkuhringurinn Nemendur mynda hring. Einn byrjar inni í hringnum og ákveður að hreyfa sig eftir ákveðinni orku. Hinir eiga að skynja orkuna og hreyfa sig út frá henni. Síðan er skipt og allir fá að prufa. Kennarinn getur talað við nemendur um ólíka eiginleika orku og ólíka skynjun okkar á henni. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að skynja ólíka orku og líkamna hana. Tilfinningar Kennarinn skiptir nemendum í tvennt. Hvor hópur fær að ákveða eina tilfinningu til þess að vinna með. Nemendur eiga að dansa þessa tilfinningu í frjálsum spuna. Hinn hópurinn fylgist með sem áhorfendur en eiga síðan að reyna að giska á tilfinninguna. Síðan er skipt um hlutverk. Þessi æfing gæti einnig átt heima í kaflanum um Þyngd (bls. 77) þar sem líkaminn bregst við ólíkum tilfinningum, við finnum hvernig hann verður léttari eða þyngri. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − leikni nemenda í að skynja ólíka orku og líkamna hana. − leikni nemenda til að tjá sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=