Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

74 Orka Orka hefur ólíka eiginleika sem fer eftir spennu hlutarins eða athafnarinnar. Að fljóta í vatni gefur allt aðra orku enn að slá hátt gras eða stinga sig á kaktus, eða taka upp stóran stein. Við spennum vöðvana misjafnlega mikið eftir áreynslu. Með þessum dæmum höfum við kynnt til sögunnar tvo eiginleika orku, mjúka og snögga/beitta orku. Orka getur líka haft fleiri eiginleika, t.d. verið titrandi (hægt að hugsa um bárur á vatni, og/eða jarðskjálfta) og sveiflandi (hægt að hugsa um pendúll og/eða rólu). Einnig væri hægt að ræða við nemendur um til- finningar þar sem ólík spenna myndast í líkam- anum eftir líðan okkar. Ef nemendur ættu að dansa eins og þeir væru reiðir og síðan glaðir þá gætu þeir fundið mun á orkunni. Dæmi um aðrar tilfinningar sem hægt væri að vinna með eru þær sem fylgja því að vera blíður, þolinmóður, montinn, latur, alvarlegur, hissa, sorgmæddur, elskulegur, einlægur, hamingjusamur, feiminn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=