Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

72 Hinn fullkomni dans Æfingin gerir nemendum kleift að hreyfa sig út frá eigin færni (minningum, reynslu, tækni) og út frá þörfum líkamans. Nemandinn fær tækifæri til að uppgötva nýtt hreyfimynstur og verða meðvitaðri um líkama sinn. Kennarinn leiðir nemendur í gegnum æfinguna. Nem- endur finna sér stað í rýminu og loka augunum. Æfingin samanstendur af fjórum skrefum. Þau eru: 1. Kennarinn biður nemendur að ímynda sér hið full- komna spor og sjá það fyrir sér í huganum. Nemendur eiga að vita hvar hreyfingin byrjar og hvernig hún endar og allt þar á milli. Þeir eiga að vita hversu mikið afl og þyngd þeir þurfa að nota í hreyfingunni. Þegar nemendur sjá fyrir sér þetta fullkomna spor fram- kvæma þeir það. Síðan byrja þeir upp á nýtt og hugsa næsta fullkomna skref. Röðin er: Hugsa og plana hið fullkomna spor, framkvæma það og byrja aftur. Kennarinn gefur nemendum dágóðan tíma til þess að komast inn í æfinguna. Nemendur geta líka lokað augunum ef þeim finnst það betra. 2. Kennarinn parar nemendur saman. Nemendur gera sömu æfingu aftur nema með félaga. Annar leggur hönd sína á milli herðablaða félaga síns. Hann lokar augunum og hermir eftir hreyfingum félaga síns sem hugsar hið fullkomna spor og framkvæmir það (með opin augun). Hægt er að prufa æfinguna með opin augun og sleppa því að nota höndina en þá er sá sem hermir staðsettur fyrir aftan félaga sinn. Síðan sest hann niður og breytist í vitni og fylgist með dansi félaga síns. Vitnið þarf að vera opið (rannsakandi), hlusta með öllum líkamanum og gefa rými án þess að dæma. 3. Síðan er skipt um hlutverk. 4. Í lokin stjórnar kennarinn umræðum. Hann varpar upp spurningum, t.d.: „Er það hugurinn sem ákveður hvaða spor ég ætla að gera? Eða er það líkaminn? Eða er það sameiginleg ákvörðun? Hvað er hið fullkomna spor?“ Nemendur spjalla saman og segja frá því sem þeir sáu. Aldursstig: 8.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að hreyfa sig út frá sjálfum sér. − tengingu inn á við og frá samnem- enda. − líkamsmeðvitund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=