Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

71 Glæða lífi Æfingin hentar eldri nemendum og getur tekið alla kennslu- stundina. Íæfingunni er veriðaðvinnameðmismunandi snert- ingu og hvöt dansarans til þess að bregðast við snertingunni (e: impulse ). Mikilvægt er að kennarinn tali við nemendur um snertingu áður en æfingin hefst. Hvaða snerting er í lagi og viðeigandi og hvaða snerting er ekki í lagi. Hann talar líka um að það sé bannað að snerta einkastaði annarra og það megi alltaf segja stopp/nei ef einhverjum þykir eitthvað óþægilegt. Nemendur vinna í pörum. Það er mikilvægt að spyrja félaga sinn um leyfi áður en æfingin byrjar og athuga ummeiðsli og/ eða staði þar sem einstaklingurinn vill ekki láta snerta sig. Æfingin skiptist í fjögur þrep. Annar byrjar að taka á móti snertingu (e: impulse ) frá hinum. Kennarinn gefur nemendum nægan tíma til þess að komast inn í flæðið. Flestum finnst betra að hafa augun lokuð en það er einnig hægt að horfa niður. Nemendur fara í gegnum þrepin fjögur og síðan er skipt um hlutverk. 1. Einn lokar augunum og tekur á móti snertingu félaga síns en bregst ekki við henni. Til þess að snerta félaga sinn er höndin lögð á ólíka líkamshluta í mislangan tíma. 2. Snertingin varir lengur í þessu þrepi og verður ákveðn- ari. Sá sem er að gefa ræður stefnu hreyfingarinnar. Sá sem tekur á móti snertingunni fylgir henni eftir. Dæmi: Hönd er sett á höfuð hans og hann finnur að snertingin er ákveðnari og hendinni er þrýst niður. Þá fylgir hann henni eftir og fer t.d. niður í gólf. 3. Snertingin er enn þá ákveðin. Sá sem tekur á móti henni ýtir tilbaka. Dæmi: Í staðinn fyrir að fylgja hendinni niður í gólf eins og þrepi tvö þá þrýstir hann á móti hendinni. Hann fer í gagnstæða átt. 4. Sá sem tók á móti snertingunni fær að dansa einn. Hann ímyndar sér að einhver sé að snerta hann en ræður sjálfur hvernig hann bregst við henni (fylgi henni eftir, fer í gagnstæða átt eða gerir ekkert). Fyrir lengra komna er hægt að leyfa nemendum að nýta aðra líkamsparta en einungis hendurnar til að gefa snertingu t.d. með fótum, hné, olnboga o.s.frv. eða öllum líkamanum. Aldursstig: 8.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að: − nemendur öðlist færni í að taka á móti og gefa snert- ingu (e: impulse ). − auka leikni nemenda í að finna fyrir tengingu inn á við og frá sam- nemendum. − auka leikni nemenda í að hlusta á líkama sinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=