Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

70 Andstæða/samstæða Nemendur vinna tveir og tveir saman. Kennarinn nefnir hugtök sem leggja áherslu á tengsl. Kennarinn getur t.d. sagt bak í bak við nemendur og nemendur dansa þá um rýmið bak í bak. Kennarinn getur líka sagt neðsta og efsta plan nemendur dansa þá hvor á sínu planinu. Önnur dæmi eru: saman/sundur, hlið við hlið, nálægt og fjarlægt . Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á mismunandi tengingum. − skilning nemenda á samstæðum og andstæðum. Hindrun Nemendum er skipt til helminga. Annar hópurinn gerir hindranir í rýminu með líkama sínum (býr til landslag). Hinir mynda tengsl við hindranirnar (fara undir, yfir, á milli, o.s.frv.) en geta einnig nýtt snertingu, augnsamband og skynjun við til þess að mynda tengsl við þær. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á mismunandi tengingum. − skapandi hugsun og notkun ímynd- unaraflsins. Fiskitorfan Fiskitorfan er flóknari útgáfa af Halarófunni (bls. 48). Nem- endur standa þétt saman og sá sem er fremstur byrjar að hreyfa sig hægt. Mikilvægt er að hann hreyfi sig það hægt að hópurinn geti hermt eftir hreyfingum hans nánast um leið og hann hreyfir sig. Nemendur reyna að vera samstilltir. Nemendur skiptast á að vera fremstir. Hægt er líka að skipta um stjórnanda þegar sá fremsti tekur nýja stefnu í rýminu en þá er hann ekki lengur fremstur. Hópurinn getur líka sundrast í fleiri hópa ef það eru fleiri sem taka stjórnina og fara sinn í hvora áttina. Kennarinn getur einnig beðið þá að vinna með hraðabreytingar og fengið nemendur til að auka hraðann í hreyfingunum. Það er kjörið fyrir hóp sem er vanur að gera æfinguna. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − leikni nemenda í að dansa frjálst og hreyfa sig út frá sjálfum sér. − leikni nemenda í að líkja eftir hreyf- ingum annarra. − leikni nemenda í að sýna frumkvæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=