Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

69 Skjöldur og sverð Kennarinn stýrir æfingunni. Nemendur ferðast um rýmið og kennarinn biður þá að velja tvo samnemendur í hljóði. Þeir verða að ákveða að annar sé skjöldur og hinn sverð. Best er fyrir nemendur að halda sig nálægt skildinum því hann er verndarinn en sverðið er ógnin. Nemendur verða alltaf að vera á hreyfingu. Nemendur reyna að hafa skjöldinn alltaf á milli síns og sverðsins. Hægt er að bæta því við að ef sverðið kemur of nálægt geta nemendur dáið dramatískum dauðdaga. Þeir lifna svo aftur við og mega þá velja sér nýtt sverð og nýjan skjöld. Hlutir og tengsl Kennarinn lætur nemendur fá hluti og kallar svo upp ýmiss konar tengingar, t.d. fyrir neðan, á milli, nálægt, fjarlægt o.s.frv. Nemendur eiga að mynda þessar tengingar með sjálfum sér og hlutnum. Nemendur geta líka unnið í pörum og gefa þá hvort öðru fyrirmæli, ásamt því að skapa dans með hlutunum. Einnig er hægt að nýta þessa æfingu sem spunaverkefni. Nokkrir hlutir eru settir í haug í miðju rýminu og nemendum er skipt í hópa, fjórir til fimm í hverjum hóp. Hver hópur fengi 2–4 mínútur til þess að spinna með hlutina og mynda teng- ingar. Kennarinn getur síðan stýrt umræðum á milli áhorf- enda og dansara. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að: − nemendur myndi tengsl hver við annan. − auka rýmisvitund. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á mismunandi tengingum. − snerpu og viðbrögð nemenda. − leikni nemenda að beita ólíkum tengingum í sköpun. − samvinnu nemenda. − leikni nemenda að tjá sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=