Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

68 Speglun Nemendur vinna tveir og tveir saman. Þeir byrja sitjandi hvor á móti öðrum. Nemendur eiga að spegla hreyfingar hvor annars, eins og spegilmyndir. Nemendur eru samstillt- ir. Mikilvægt er að nemendur hreyfi sig hægt. Þeir geta síðan hreyft sig um rýmið en þurfa að vera á varðbergi (skynja rýmið) svo það verði ekki árekstrar. Nemendur skiptast á að stjórna. Líka er hægt að leyfa þeim að stjórna samtímis. Þessi æfing hentar líka til þess kynna nemendum ólík rými (bls. 82). Skugga-Pétur Nemendur vinna tveir og tveir saman. Annar þeirra eltir hinn eins og skugga (aftan frá) og hermir eftir hreyfingum hans. Þessi æfing hentar líka til þess kynna nemendum ólík rými. Augnsamband og fjarlægð Kennarinn stýrir æfingunni. Nemendur ferðast um rýmið og hreyfa sig frjálst. Þeir finna sér félaga með því að mynda augnsamband. Nemendur halda augnsambandinu og leika sér með fjarlægðina á milli sín. Nemendur geta skipt um félaga þegar þeir vilja. Þá rjúfa þeir augnsambandið og byrja að hreyfa sig frjálst um rýmið þangað til þeir mynda annað augnsamband með öðrum samnemanda. Nemendur geta líka hreyft sig út frá plönunum þremur (bls. 89). Þessi æfing hentar líka til þess kynna nemendum ólík rými. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að: − auka samhæfingu nemenda. − nemendur sjái sig sem hluta af heild. − auka leikni nemenda í að hreyfa sig út frá sjálfum sér. − auka leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra. − auka rýmisvitund. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að: − auka samhæfingu nemenda. − nemendur sjái sig sem hluta af heild. − auka leikni nemenda að í að hreyfa sig út frá sjálfum sér. − auka leikni nemenda í að líkja eftir hreyfingum annarra. − auka rýmisvitund. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að mynda augnsam- band. − samvinnu nemenda. − jákvæði samskipti. − leikni nemenda í að hreyfa sig frjálst. − leikni nemenda í að hreyfa sig út frá plönunum þremur. − rýmisvitund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=