Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

65 Þríhyrningur Kennarinn stýrir æfingunni. Nemendur byrja að ganga um rýmið. Kennarinn biður nemendur að velja tvo samnem- endur en mega ekki segja hverjir það eru. Kennarinn biður svo nemendur að mynda þríhyrning með félögum sínum tveimur án þeirra vitundar. Þeir mega ekki stoppa heldur þarf þríhyrningurinn alltaf að vera á hreyfingu. Kennarinn biður nemendur að stoppa eftir einhverja stund og þá eiga allir að benda á sinn þríhyrning. Kennarinn getur fengið nemendur til þess að prufa að gera önnur form, t.d. ferhyrning eða tígul. Að skapa sameiginlegt form Kennarinn skiptir nemendum upp í hópa. Þeir dansa allir frjálst þangað til kennarinn stoppar tónlistina og hann kallar upp ákveðið form. Nemendur eiga þá að skapa formið með hópnum sínum. Hægt er að bæta við að nemendur mega ekki ræða sín á milli. Síðan kveikir kennarinn aftur á tón- listinni og nemendur dansa frjálst þangað til hann stoppar aftur og biður nemendur að skapa nýtt form. Dæmi um form: hringur, lína, o.s.frv. Skapa dans með formum Nemendur vinna í hópum. Hver hópur dregur þrjú til fimm spjöld sem kennarinn hefur teiknað eða skrifað á ólík form. Nemendur skapa dans með formunum og ráða hvort þau komi fram í hreyfingum eða mynstri dansins. Dæmi um hugtök: bogið, beint, spírall, kassi, hvasst, ská, hringlaga, hnöttótt, þríhyrningur o.s.frv. Nemendur geta einnig teiknað sín eigin form og geta þau verið óregluleg. Hægt er að nýta þau í sköpuninni. Hægt er að finna myndir af ólíkum formum í kaflanum Myndrænar útskýringar (bls. 160). Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda að skapa form í almenna rýminu (bls. 83). − rýmisvitund. − leikni nemenda í að sjá mynstur. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda að skapa ólík form með líkamanum. − jákvæð samskipti. − samvinnu nemenda. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að nýta sér form í sköpun. − jákvæð samskipti. − samvinnu nemenda. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=