Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
2 sama tíma hvatning til þess að finna nýjar leiðir í sköpun. Nemendur fá tækifæri til að treysta á sjálfa sig og vinna út frá sér og sínum þörfum í gegnum sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Með því að nýta handbókina eiga kennarar að geta veitt nemendum tækifæri til þess að tjá og túlka skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar. Handbókin yrði viðbót við dans- kennslu í íslenskum grunnskólum. Hver veit nema hún opni dyr að nýjum tækifærum eða áhugamálum. Handbókin er byggð upp af fjórum meginköflum. Fyrstu þrír kafl- arnir byggja stoðir undir þær dansæfingar sem settar eru fram í fjórða kaflanum. Fyrsti kaflinn, Hugmyndafræðin , segir frá þeim fræðum sem liggja dansæfingunum til grundvallar. Annar kaflinn, Kennarinn , snýst um það hlutverk sem kennarinn gegnir í skapandi dansi. Þriðji kaflinn, Handbókin , lýsir markmiðum handbókarinnar. Fjórði kaflinn, Æfingarnar , er stærstur en hann inniheldur 127 æfingar sem skipt er niður í flokka eftir viðfangsefni ásamt tillögum að kennslufyrirkomulagi kennslustunda og umfjöllun um námsmat. Í lok handbókarinnar eru síðan þrír kaflar til viðbótar, þ.e. Tengsl við aðalnámskrá grunnskóla , Hugtakalisti , en þar er listi yfir danshugtök með skýringarmyndum, og Rætur verkefna þar sem heimilda æfinganna er getið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=