Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

64 Safnið Helmingur nemenda tekur sér stöðu í rýminu og myndar ýmiss konar form með líkama sínum og breytist því í styttur. Kennarinn skoðar stytturnar með hinum helmingnum og nemendur segja frá formum sem þeir sjá. Nemendur herma síðan eftir styttunni sem þeim líst vel á og breytast í þær. Þá lifna hinar stytturnar við og verða að safngestum og á sama tíma fá nýju stytturnar að finna sér ný form. Bakarinn Nemendur vinna tveir og tveir saman, annar er bakarinn og hinn er deigið. Í fyrstu umferð gefur kennarinn nemendum ákveðin form til að vinnameð en í seinni umferð fá nemendur að velja sjálfir. Bakarinn byrjar alltaf á því að fletja út deigið og mótar síðan köku úr deiginu (notar ákveðin form). Það má vinna með fleiri en eitt form. Kakan getur t.d. verið hundur með beinar og bognar línur. Bakarinn er að taka þátt í bakara- keppni svo það eru prófdómarar (kennari og nemendur) sem ganga um rýmið og spurja bakarana um kökuna sína. Síðan er skipt um hlutverk. Bakarinn, deigið og listamaðurinn Þátttakendur vinna þrír og þrír saman. Einn er bakarinn, annar er deigið og sá þriðji er listamaðurinn. Bakarinn býr til deigið, fletur það út og mótar úr því köku. Listamaðurinn fylgistmeð ferlinuog skrifar niður uppskriftinaog/eða teiknar innihald kökunnar. „Hvers konar kaka er þetta? Dýrakaka? Súkkulaðikaka? Brauðterta?“ o.s.frv. Bakarinn setur kökuna í ofninn ef þess þarf og skreytir hana. Listamaðurinn skrifar niður uppskriftina og teiknar mynd af kökunni til þess að geta sent hana í bæjarblaðið þar sem allir geta dáðst að henni. Síðan er skipt um hlutverk. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda að skapa ólík form með líkamanum. − leikni nemenda að tjá sig. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda að skapa ólík form með líkamanum. − leikni nemenda að tjá sig. − leikni nemenda að hreyfa sig frjálst innan ákveðins ramma. Aldursstig: 1.– 4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda að skapa ólík form með líkamanum. − leikni nemenda að hreyfa sig frjálst innan ákveðins ramma. − leikni nemenda í að skrásetja hreyfingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=