Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
61 Jafnvægi og ójafnvægi Nemendur vinna tveir og tveir saman. Nemendur skapa saman dans sem ferðast yfir gólfið. Dansinn inniheldur að minnsta kosti tvær tegundir af jafnvægi og tvær um ójafn- vægi. Nemendur sýna afraksturinn ásamt því að kenna samnemendum hann ef tími gefst. Kennarinn getur líka lagt áherslu á flæði milli hreyfinga. Jógastellingar Kennarinn hefur útbúið jógaspjöld með jafnvægisstelling- um. Nemendur fá fjögur til fimm spjöld á hóp en nemendur vinna saman þrír til fjórir. Þeir ákveða í hvaða röð jógastell- ingarnar eiga að vera og hvað gerist á milli þeirra svo úr verði dans. Einnig er hægt að vinna með fyrir fram ákveðin hreyfihugtök til þess að aðstoða nemendur við að skapa hreyfingar á milli stellinga. Nemendur geta líka unnið með ójafnvægi. Þeir sýna hver öðrum afraksturinn og nota upp- byggilega gagnrýni til að segja frá því sem þeir sáu, t.d. hvaða hugtök var hópurinn að nota, sáum við jafnvægi, ójafnvægi o.s.frv. Hægt er að finna dæmi um jóga- stellingar í Myndrænar útskýringar (bls. 160). Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ójafnvægi og jafnvægi. − leikni nemenda í að nýta sér jafnvægi og ójafnvægi í sköpun. − samvinnu nemenda. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − skilning nemenda á jafnvægi út frá eigin sköpun. − leikni nemenda að tjá sig. KÖTTURINN
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=