Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
60 Að halda jafnvægi Kennarinn biður nemendur að hreyfa sig í rýminu (t.d. hlaupa, valhoppa) og þegar hann klappar eiga nemendur að halda jafnvægi á öðrum fæti (frjósa). Kennarinn klappar aftur og nemendur halda þá áfram að hreyfa sig í rýminu. Kennarinn nefnir alltaf ólíka líkamsparta til þess að halda jafnvægi. Hægt er að bæta við að nemendur haldi jafnvægi með félaga t.d. halda báðir jafnvægi á öðrum fæti, en snertast. Jafnvægi með ólíkum líkamspörtum Kennarinn hrópar tölu og nemendur eiga að halda jafnvægi með tilteknum fjölda líkamsparta. Dæmi: Kennarinn hrópar þrír! Nemendur geta t.d. haft báða fætur og aðra höndina í gólfinu. Nemendur halda stellingunni í 10 sekúndur. Kennar- inn telur. Kennarinn getur einnig beðið nemendur að athuga hvort þeir geti hreyft sig í þessari stellingu. Ójafnvægi Nemendur hreyfa sig um rýmið. Þegar kennarinn klappar þá eiga nemendur að halda jafnvægi. Þeir reyna að halda jafn- væginu eins lengi og þeir geta. Þegar þeir fara að finna fyrir ójafnvægi, sem veldur því að þeir detta/falla í gólfið, verða þeir að vera tilbúnir að taka á móti sér í fallinu. Það getur verið gagnlegt fyrir nemendur að anda inn þegar þeir taka sér stöðu og og anda út þegar þeir falla í gólfið. Kennarinn verður að sýna nemendum hvernig þeir eiga að taka á móti sér þegar þeir falla í gólfið, eins hvernig þeir standa upp aftur. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að: − hita upp. − auka leikni nemenda í að halda jafnvægi. − auka jákvæð samskipti. − auka skilning nemenda á jafnvægi. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að dreifa þunganum til þess að halda jafnvægi. − skilning nemenda á jafnvægi. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á ójafn- vægi (e: off-balance ). − leikni nemenda í að komast niður og upp frá gólfinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=